Undanfarnar vikur hefur SSNV stutt við verkefnið Ungir frumkvöðlar sem er hluti af áfanganum frumkvöðlafræði í FNV. Karítas Björnsdóttir hefur kennt áfangann í vetur og er markmiðið að nemendur læri að stofna fyrirtæki utan um viðskiptahugmynd.
Tvö teymi/fyrirtæki úr FNV verða fulltrúar Norðurlands vestra á Vörumessu ungra frumkvöðla í Smáralind föstudaginn 24. mars. Fyrirtækin eru H. Hampur sem er að vinna þráð úr hampi og arbella sem er að þróa lausn sem hjálpa krökkum á aldrinum 13-16 ára að finna verkefni við hæfi sem þau geta fengið greitt fyrir.
Alls taka 160 fyrirtæki og 700 nemendur þátt í Vörumessunni frá 15 framhaldsskólum á landinu. Nemendurnir kynna fyrirtækin sín og vörurnar sínar. Dómnefnd metur hugmyndirnar og velur viðskiptahugmynd ársins sem vinnur sér inn keppnisrétt í Evrópukeppni ungra frumkvöðla. Úrslitin verða tilkynnt á uppskeruhátíð ungra frumkvöðla 27. apríl næstkomandi.
Við erum stolt að því að hafa fengið að leggja okkar að mörkum að aðstoða þessi teymi og hlökkum til að fylgjast með þeim á föstudaginn í Smáralind.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550