Tvö ný störf hjá Eimi á Norðurlandi vestra

Verkefnastjóri með áherslu á styrkjasókn

 

Eimur leitar að öflugum einstaklingi til að vera leiðandi í skrifum á umsóknum fyrir hönd Eims í innlenda og erlenda styrktarsjóði, og þar með móta hlutverk Eims í nýjum rannsókna- og þróunarverkefnum. Verkefnastjóri vinnur náið með framkvæmdastjóra Eims og eftir atvikum öðru starfsfólki og samstarfsaðilum Eims. Starfsstöð verkefnastjóra er á Norðurlandi vestra. Hér getur þú lesið meira um Eim.

 

Helstu verkefni:

  • Vinna að mótun og þátttöku Eims í innlendum og erlendum rannsókna- og þróunarverkefnum sem snúa að orkuskiptum og innleiðingu hringrásarhagkerfis
  • Vera leiðandi í skrifum á umsóknum í innlenda og erlenda styrktarsjóði, t.a.m. sjóði ESB
  • Aðstoð við að koma verkefnum Eims á framfæri
  • Verkefnastjórn einstakra verkefna
  • Teymisvinna með Bláma, Orkídeu og Eygló


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Meistara eða doktorspróf sem nýtist í starfi
  • Starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af gerð styrkumsókna í innlenda og erlenda sjóði
  • Haldbær þekking á nýsköpunar-, frumkvöðla- og styrkjaumhverfi vegna þróunar- og rannsóknaverkefna
  • Reynsla af verkefnastjórn
  • Rík samskiptahæfni og færni í að koma frá sér efni
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði vinnubrögðum
  • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku er skilyrði

Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi. 

Skæja um starf hér

 

Verkefnastjóri


EIMUR leitar að verkefnastjóra til að sinna verkefnum sem snúa að uppbyggingu og þróun á sviði hringrásarhagkerfisins, orkuskipta og nýsköpunar. Verkefnastjóri vinnur náið með starfsfólki Eims og hagaðilum í nærsamfélaginu. Starfsstöð verkefnastjóra er á Norðurlandi vestra.

 

Helstu verkefni:

  • Virk þátttaka í öflun nýrra verkefna
  • Verkefnastjórn og eftirfylgni
  • Söfnun, greining og úrvinnsla gagna
  • Þátttaka í umsóknaskrifum
  • Samskipti og samstarf við hagaðila
  • Teymisvinna með Bláma, Orkídeu og Eygló

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking á hringrásarhagkerfinu, nýsköpun og orkuskiptum
  • Þekking á nýsköpunar-, frumkvöðla- og styrkjaumhverfi vegna þróunar- og rannsóknaverkefna er æskileg
  • Rík samskiptahæfni og færni í að koma frá sér efni
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Reynsla af verkefnastjórn er kostur
  • Góð færni í íslensku og ensku

 

Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi. 

 Sækja um starf hér.

 

Umsóknarfrestur er til og með 15. september nk.

  

Nánari upplýsingar veita:

Geirlaug Jóhannsdóttir, 
geirlaug@hagvangur.is

Inga Steinunn Arnardóttir, 
inga@hagvangur.is