Tvö námskeið á vegum Leiða til byggðafestu

25. janúar kl. 13:30 í Grunnskólanum Reykhólum - Grafið kjöt með Þórhildi Jónsdóttur hjá Farkólanum. 

Grafið kjöt verkun og þurrkun
Farið verður í gegnum ferlið við það að þurrka og grafa kjöt. Hvað ber að varast við umgengni á hráverkuðu kjöti. Farið yfir söltun, val á kryddum, verkunartíma og geymsluþol.

Skráning á námskeið hér

 

26.janúar kl.13:30 í félagsheimilinu Hvammstanga - Ferskostagerð með Þórhildi Jónsdóttur hjá Farskólanum

Ferskostagerð/ Ricotta og salatosti
Ferskostar eru eitthvað sem auðvelt er að gera í eldhúsinu heima hjá sér. Ferskostar er tegund af ostum sem þurfa ekki langan tíma til að verkast. Á námskeiðinu munu þátttakendur gera sína eigin útfærslu á þekktum ferskostum, Ricotta og salatosti sem eru með ólíka áferð.
 
 
 
Íbúum á Norðurlandi vestra, Vesturlandi og Vestfjörðum býðst fjölbreytt fræðsla haust og vetur 2024-2025 á vegum verkefnisins Leiðir til byggðafestu. Verkefnið sem snýr að eflingu nýsköpunar á sauðfjárræktarsvæðum á Íslandi. Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV), Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) standa sameiginlega að verkefninu. Það er unnið með styrk frá innviðaráðuneytinu til að efla byggð á því landsvæði sem mest á undir sauðfjárrækt. Þar er litið til Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Húnaþings vestra.