Tvær spennandi vinnustofur á vegum evrópuverkefnisins GLOW

Evrópuverkefnið GLOW, sem styrkt er af Norðurslóðaáætlun, stendur fyrir tveimur spennandi vinnustofum sem miða að því að efla færni og þekkingu þátttakenda á sviði frásagnartækni og þjónustuhönnunar. Viðburðirnir eru tilvaldir fyrir frumkvöðla, markaðsfólk og alla sem vilja nýta þessa mikilvægu hæfni í starfsemi sinni.

 

Vinnustofa 1: "Frásagnartækni" 

Dagsetning: 27. maí 2024 

Tími: 13:00 - 15:00 

Staðsetning: TEAMS 

Ertu tilbúin(n) að dýfa þér í heillandi heim frásagnartækni? Vertu með okkur þar sem við kynnum kraft frásagnartækni og hvernig þú getur notað hana til að tengjast þínum viðskiptavinum.

Vinnustofan hefst með innsýn í frásagnartækni og mikilvægi hennar. Í framhaldi af því munum við bjóða upp á vinnustofu þar sem þátttakendur fá tækifæri til að þróa og slípa eigin frásagnartækni. 

Auður Ösp Ólafsdóttir leiðir vinnustofuna en hún sérfræðingur í efnismarkaðssetningu og frásagnalist í ferðaþjónustu. Hún er hvað þekktust fyrir bloggið og ferðaþjónustufyrirtækið I Heart Reykjavík, sem hún stýrði í áratug.

Með því að segja sögur sem viðskiptavinir tengja við, getur fyrirtæki skapað sterkara samband við þá. Þetta getur verið saga af því hvernig vörumerkið varð til, raunverulegar sögur frá viðskiptavinum, eða sögur sem endurspegla gildi og tilgang fyrirtækisins. Hentar fyrir alla sem vilja efla færni sína í að segja sögur, hvort sem er í persónulegu lífi, í starfi, markaðsstarfi eða sem listform. 

 

Vinnustofa 2: "Þjónustuhönnun" 

Dagsetning: 31. maí 2024 

Tími: 10:00 - 12:00 

Staðsetning: TEAMS 

 

Hvað er þjónustuhönnun og hvað ber að hafa í huga við slíkt? Þjónustuhönnun er skapandi og stefnumótandi ferli sem miðar að því að bæta og þróa þjónustuupplifun fyrir notendur. Ferlið felur í sér að hanna, skipuleggja og samræma þætti þjónustu með það að markmiði að skapa virði fyrir bæði notendur og þjónustuveitendur. Þjónustuhönnun nýtir aðferðir og verkfæri frá mismunandi sviðum, eins og hönnun, stjórnun, markaðsfræði og notendarannsóknum. SSNV fær Maríu Hjálmarsdóttur til að fara yfir viðfangsefnið með þátttakendum og veita dýrmæta innsýn í hvernig þjónustuhönnun getur nýst í starfi. María er sjálfstætt starfandi sprettráðgjafi með sérþekkingu á hönnunarhugsun og stefnumótun. Hún var áður m.a. leiðandi í þróun áfangastaðarins Austurland.   

 

Viðburðirnir fara fram á TEAMS en nauðsynlegt er að skrá sig til að fá sendan hlekk til að tengjast inn á viðburðinn.  

Skráning og frekari upplýsingar: 

Fyrir "Frásagnartækni - Kynning og vinnustofa" : Skráningarsíða 

Fyrir "Þjónustuhönnun - Grunnur og framkvæmd" : Skráningarsíða 

 

Um GLOW verkefnið: Græn tækni fyrir vöxt í ferðaþjónustu mun styðja fyrirtæki og opinbera aðila við að þróa ferðaþjónustumöguleika yfir hina dimmu vetrarmánuði. Myrkur himinn er aðdráttarafl, sem hefur verið nýtt of lítið áður í héruðum okkar. Svæði með litla sem enga ljósmengun hafa mikla möguleika til að auka upplifun ferðaþjónustunnar. Á verkefnistímanum munu verður leitast við að byggja upp tæknilega og viðskiptalega þekkingu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum til að nýta sér hugmyndir tengdar myrkrinu og s.k. myrkurgæðum. Þetta gætu t.d. verið: Ferðamennska tengd norðurljósum og stjörnuskoðun Vetrarafþreyingu sem tengist myrkri Þekking á ljósmengun og leiðir til að vernda umhverfið fyrir of mikilli lýsingu.