Sem hluta af verkefninu Target Circular héldu finnsku samstarfsaðilarnir Centria University of Applied Sciences og byggðaþróunarfélagið KOSEK nýlega sameiginlega tilraunaþjálfun fyrir viðskiptaráðgjafa á Kokkola-svæðinu. Inntak þjálfunarinnar fólst í að kynna og gera ráðgjafana kunnuga nýjum aðferðum sem byggja á rannsóknargögnum við ráðgjöf við viðskiptavini sína, sem nýlegar rannsóknir benda til að ætti að bæta árangur viðskiptavina þeirra. Þjálfunin hlaut góðar viðtökur með frábærum endurgjöfum og tillögum að úrbótum frá þátttakendum sem munu beint hafa áhrif á áætlun sem skipulögð er fyrir Cork á Írlandi á nýju ári. Þjálfun ráðgjafa verður einnig prófuð í Noregi og á Íslandi á árunum 2024 og 2025, auk sýnikennslu með sjálfbærum fyrirtækjum í hverju samstarfslandi.
Verkefnið Target Circular er styrkt af Norðurslóðaáætlun. Hérna má nálgast nánari upplýsingar um verkefnið. Verkefnisstjóri fyrir hönd SSNV er Sveinbjörg Rut Pétursdóttir.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550