Ingvi Hrannar Ómarsson var með áhugavert erindi á vef-ráðstefnunni Menntun fyrir störf framtíðarinnar sem Menntaskóli Borgarfjarðar stóð fyrir á dögunum. Heitið á erindi Ingva Hrannars var "Það sem við höfum gert dugar ekki til að koma okkur þangað sem við þurfum að fara", sem er gagnrýni á kerfi en ekki kennara. Ingvi Hrannar fór yfir tilgang, skipulag og framkvæmd í skólastarfi, hvernig skólastarfið hefur verið og hvernig það ætti að vera.
Stjórn samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra samþykkti á fundi í janúar 2020 að styrkja Ingva Hrannar um 1 milljón króna vegna náms hans í Stanford háskóla í Bandaríkjunum. Ingvi Hrannar leggur nú stund á framhaldsnám við Stanford Graduate School of Education, til M.A. gráðu í Learning, Design & Technology (LDT). Stanford samþykkir aðeins um 4,7% umsókna við skólann sem er af mörgum talinn sá fremsti í heiminum. Ingvi Hrannar mun halda námskeið um stafrænar lausnir í kennslu fyrir kennara á starfssvæði samtakanna að námi loknu.
Hægt er að nálgast erindi Ingva Hrannars og alla ráðstefnuna á facebook síðu Menntaskólans í Borgarfirði.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550