TextílLab opnað á Blönduósi

Skærin munduð í TextilLab
Skærin munduð í TextilLab
Í dag var opnað á Blönduósi nýtt TextílLab  á vegum Textílmiðstöðvar Ísland og er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Það er staðsett á Þverbraut 1 á Blönduósi og gefur aðgengi að stafrænni tækni til rannsókna, þróunar og nýsköpunar. 
 
Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir  ávörpuðu gesti ásamt  Guðmundi Hauki Jakobssyi formanni byggðaráðs og þær fyrrnefndu klipptu svo  í sameiningu á opnunarþráðinn, sem að sjálfsögðu var úr ekta húnvetnskri ull.
 
Verkefnið hlaut uppbyggingarstyrk frá Innviðasjóði og er hluti af alþjóðlegu verkefni CENTRINNO sem Textílmiðstöð tekur þátt í, styrkt af Horizon2020 rannsóknaráætlun ESB (sjá einnig: www.centrinno.eu)