Talið niður í Átak til atvinnusköpunar

Opnað verður fyrir umsóknir í Átak til atvinnusköpunar laugardaginn 5. september og verður umsóknafrestur til kl. 12 á hádegi mánudaginn 28. september. Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem hefur það að markmiði að styðja við þróun nýsköpunar á fyrri stigum og að styðja við undirbúning markaðsaðgerða frumkvöðla og fyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu. Nánari upplýsingar um Átakið má finna hér.