Tækifæri og styrkir í Evrópusamstarfi

Fimmtudaginn 28. janúar nk. munu fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa kynna styrkja- og samstarfsmöguleika í Evrópusamstarfi.

Áætlanir sem verða kynntar: Evrópusamstarf fyrir alla
Vefurinn Evrópusamvinna.is  er samstarfsvettvangur samstarfsáætlana ESB á Íslandi. Þar er að finna upplýsingar um allar samstarfsáætlanir sem Ísland er þátttakandi í innan Evrópusambandsins. Áætlanirnar eru reknar af mismunandi aðilum og er vefsíðunni ætlað að auðvelda yfirsýn yfir helstu áætlanir sem Íslendingar taka þátt í, en allt frá tilkomu EES samningsins árið 1993 hafa íslenskir aðilar tekið virkan þátt í margs konar Evrópusamstarfi. Á síðunni er einnig að finna kort með heildstæðu yfirliti frá árinu 2000 um dreifingu styrkja milli landsvæða og sveitarfélaga.

Einstaklingar, skólar, fyrirtæki, stofnanir og samtök finna eitthvað við sitt hæfi á Evrópusamvinnukynningunni á Háskólatorgi.
 
Allir velkomnir!