Kynningarfundur með fjárfestingafélaginu Tækifæri hf. verða haldnir miðvikudaginn 11. mai n.k.
- klukkan 12 í Eyvindarstofu á Blönduósi (boðið verður upp á súpu og brauð)
- klukkan 15 í Hlöðunni á Hvammstanga (boðið verður upp á kaffi og með því)
Á fundunum mun Jón Steindór Árnason framkvæmdastjóri Tækifæris kynna starfsemi félagsins og fjárfestingar, auk þess að fara yfir möguleika í nýjum fjárfestingum.
Tækifæri hf. er fjárfestingafélag sem fjárfestir í nýsköpun á Norðurlandi. Félagið var stofnað árið 1999 og hefur fjárfest í yfir 50 fyrirtækjum á starfstíma sínum. Tilgangur með starfsemi þess er að taka þátt í stofnun og starfsemi fyrirtækja sem rekin eru á grundvelli arðsemisjónarmiða, fela í sér nýmæli í atvinnulífinu og eru mikilvægur þáttur í uppbyggingu atvinnulífs á starfssvæði félagsins.
Áhugasamir eru hvattir til að mæta.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550