Á fundi stjórnar SSNV þann 10. Júlí 2018 lagði framkvæmdastjóri fram lista yfir nýkjörna aðalmenn í sveitarstjórnum á starfssvæði SSNV. Samkvæmt honum eru konur nú 47% sveitarstjórnarfulltrúa samanborið við 38% á síðasta kjörtímabili. Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum á landsvísu er 47%.
Heildarfjöldi kjörinna aðalmanna í sveitarfélögum á starfssvæðinu er 45.
Undanfarin misseri hefur mikið verið rætt um nýliðun í sveitarstjórnum og því áhugavert að skoða það
hlutfall nú og bera saman við síðasta kjörtímabil. Nýliðar í sveitarstjórnum á Norðurlandi vestra eru
nú 67% samanborið við 51% á síðasta kjörtímabili. Með nýliðum er átt við fulltrúa sem ekki sátu kjörtímabilið
á undan en í þeim hópi eru einhverjir sem eru að koma inn í sveitarstjórnir að nýju eftir hlé í eitt kjörtímabil eða meira. Athyglisvert er að nýliðun í sveitarstjórnum á Norðurlandi vestra er nokkuð hærri en á landsvísu en meðaltal nýliðunar á landinu öllu er 58,4%.
Á sama fundi stjórnar SSNV samþykkti stjórn að færa kjörnum aðalfulltrúum á starfssvæðinu bókina Sveitarstjórnarrétt
eftir Trausta Fannar Valsson að gjöf og hefur hún nú verið afhent sveitarstjórnarfulltrúum á starfssvæðinu.
Starfsmenn SSNV óska nýkjörnum sveitarstjórnarmönnun velfarnaðar í starfi og hlakka til samstarfsins á kjörtímabilinu.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550