SVANNI Lán til kvenna í fyrirtækjarekstri

Búið er að opna fyrir umsóknir í Svanna-lánatryggingasjóð kvenna sem er nú að hefja sitt þriðja starfstímabil.

Svanni veitir lán til fyrirtækja í eigu konu/kvenna og er hámarkslán 10 milljónir en sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann, er veitir lánin.

Sjóðurinn veitir lán með lánatryggingum til fyrirtækja í meirihlutaeigu kvenna og er hann liður í viðleitni stjórnvalda til að efla atvinnulíf og hvetja til nýsköpunar á Íslandi. Samkvæmt samþykktum sjóðsins eru hlutverk hans m.a. að styðja við bakið á konum sem eiga og reka smærri fyrirtæki, að auka aðgengi kvenna að fjármagni, að fjölga störfum og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Sjóðurinn er í eigu forsætisráðuneytis, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og Reykjavíkurborgar.

Skoða má nánari upplýsingar um lánareglur og lánskjör  hér á hlekkjum til vinstri.

Fjölmörg spennandi fyrirtæki hafa fengið fyrirgreiðslu hjá sjóðnum á undanförnum árum og er ljóst að þörfin á sjóði sem slíkum er mikil.

Hægt er að sækja um lán tvisvar á ári og er næsti umsóknarfrestur til og með 15.september 2022.


Viltu vita meira ? 

Hér má finna hlaðvarpsviðtal við Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur, formann sjóðsins.

Hafið meiri trú á hugmyndinni

Hér má finna hlaðvarpsviðtal við Ásdísi Guðmundsdóttur, starfsmann sjóðsins.

Atvinnumál kvenna 

Skoðaðu möguleikana með Svanna!

Smelltu hér til að sækja um