Ingvi Hrannar Ómarsson og Utís hópurinn hlutu á dögunum hvatningarverðlaun íslensku Menntaverðlaunanna en þau eru veitt þeim sem stuðlað hafa að afburða menntaumbótum. Ingvi Hrannar hefur um árabil staðið fyri Utís ráðstefnunni fyrir kennara þar sem áhersla er lögð á nýtingu upplýsingatækni í kennslu. Stjórn SSNV styrkti Ingva Hrannar í upphafi árs til náms við Stanford háskóla í Bandaríkjunum en þar lagði hann stund á nám til M.A. gráðu í Learning, Design and Technology. Jafnframt átti Ingvi Hrannar verkefni í hópi sérstakra átaksverkefna vegna áhrifa Covid 19 sem hlutu stuðning í vor en það snéri að vinnu með stjórnendum skóla á starfssvæði samtakanna sem og námskeiðum fyrir kennara í skólaþróun og nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi í ljósi nýrra aðstæðna í námi og kennslu.
Við óskum Ingva Hrannari og Utís hópnum til hamingju með viðurkenninguna
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550