Umhverfis-, orku-, og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum lögaðila, þ.m.t. sveitarfélaga, um styrki til verkefna sem stuðla að eflingu hringrásarhagkerfis á Íslandi.
Markmið með styrkveitingunum er að:
a) Efla úrgangsforvarnir á Íslandi, s.s. til að draga úr myndun úrgangs.
b) Bæta flokkun úrgangs hér á landi.
c) Efla tækifæri til endurvinnslu úrgangs sem næst upprunastað.
d) Stuðla að aukinni endurvinnslu og annarri endurnýtingu úrgangs sem fellur til hér á landi.
e) Efla tækifæri til nýsköpunar og þróunar á búnaði sem dregur úr magni úrgangs eða auðveldar flokkun, endurvinnslu og aðra endurnýtingu úrgangs.
Gert er ráð fyrir að styrkir verði veittir til afmarkaðra verkefna og verða þeir almennt veittir til eins árs í senn. Reynist verktíminn vera lengri er þó heimilt að veita árlegan styrk til allt að þriggja ára, með fyrirvara um fjárveitingar á fjárlögum.
Heildarstyrkupphæð vegna ársins 2022 eru 230 milljónir kr. en hver einstakur styrkur mun almennt ekki nema hærri fjárhæð en 20 milljónum króna.
Ráðuneytið metur styrkhæfi umsókna og gildi þeirra fyrir eflingu hringrásarhagkerfisins en við mat á umsóknum verður m.a. tekið tillit til eftirfarandi:
Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Umsókn skal fela í sér greinargóða lýsingu á verkefninu og henni skulu fylgja áskilin gögn og upplýsingar. Umsækjendur eru hvattir til að vanda umsóknir sínar. Heimilt er að hafna að taka umsóknir til umfjöllunar sem ekki berast innan tilskilins tímafrests, eru ekki á rafrænu formi eða er skilað án umbeðinna fylgigagna.
Hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli frá Þjóðskrá. Umsækjendur skrá sig inn og finna þar viðeigandi eyðublað undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.
Umsóknarfrestur er til 7. maí 2022.
Nánari upplýsingar um styrkveitingar verða birtar á vef ráðuneytisins.
Reglur um styrkveitingar til eflingar hringrásarhagkerfis
Nánari upplýsingar veitir Trausti Ágúst Hermannsson, s. 545-8600, netfang: trausti.hermannsson@urn.is
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550