Styrkhafi gefur góð ráð

Á dögunum veitti stjórn SSNV Ingva Hrannari Ómarssyni styrk vegna náms hans í Stanford háskóla í Bandaríkjunum. Ingvi Hrannar hefur mikla reynslu af stafrænum lausnum í skólastarfi og miðlar henni í áhugaverðri grein sem birtist nýverið á vef Kennarasambandsins í tengslum vði breytingar á skólastarfi vegna Covid-19. Í greininni er að finna góð ráð um hvernig haga má námi barna á þeim óvissutímum sem nú eru uppi. Allt sem þarf er skipulag og opinn hugur um hvernig hægt er að fara nýjar leiðir í nálgun á námsgreinar.

 

Hér má nálgast grein Ingva Hrannars á vef Kennarasambandsins.