Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsti í október eftir umsóknum á sviði menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir árið 2021, með umsóknarfresti til 12. nóvember. Alls bárust 115 umsóknir þar sem óskað var eftir tæpum 200 milljónum króna.
Við tók yfirferð úthlutunarnefndar og fagráða sjóðsins og lauk því ferli þann 17. desember síðastliðinn, þegar niðurstöður voru sendar til umsækjenda.
Alls fengu 78 umsóknir brautargengi samtals að upphæð rúmar 77 milljónir. Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar fengu 24 umsóknir styrk samtals að upphæð rúmar 40 millj. kr. og á sviði menningar var samþykkt að styrkja 54 umsóknir með tæpum 37 millj. kr.
Í ljósi samkomutakmarkana verður ekki haldin úthlutunarhátíð að þessu sinni.
Fjármagn Uppbyggingarsjóðsins er hluti af samningi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2020-2024.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550