Störf án staðsetningar

Stjórnarráð Íslands býður nú upp á valmöguleikann til að skrá og leita eftir lausum störfum sem eru án staðsetningar. Þessi valmöguleiki auðveldar bæði stofnunum að skrá störf og einstaklingum að finna þau störf sem eru óháð staðsetningu.

Á undanförnum vikum og mánuðum hefur færst í vöxt að stofnanir auglýsi störf sem ekki eru bundin við neina starfsstöð. Færa má rök fyrir því að Covid-19 hafi að einhverju leyti flýtt fyrir þessari þróun. Störf án staðsetningar hafa verið liður á byggðaáætlun síðan hún var samþykkt 2018 en hægt hefur gengið að ýta verkefninu almennilega úr vör. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra munu á næstunni opna skrifstofusetur á Hvammstanga í húsnæði Landsbankans, Höfðabraut 6. Þar verður boðið upp á skrifstofuaðstöðu fyrir þá sem vinna störf án staðsetningar og aðra þá sem þurfa á vinnuaðstöðu að halda. Skrifstofur SSNV munu einnig flytjast í húsnæðið. Er þetta liður í því að undirbúa svæðið fyrir án staðsetningar. Á Norðurlandi vestra erum við byrjuð að leggja grunninn fyrir því sem koma skal og horfum við bjartsýn á framtíðina. Skrifstofusetrið er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra og er unnið með stuðningi frá Landsbankanum en afgreiðsla bankans verður áfram rekin með óbreyttu sniði í húsnæðinu.