Nú byrjun vikunar voru stjórn Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og starfsmenn Ferðamálastofu, sem annast málefni sjóðsins á ferð á Norðurlandi vestra. Hópurinn heimsótti í gær nokkra af þeim stöðum sem hafa verið í umsóknarferli hjá sjóðnum í síðustu úthlutunum og eru ýmist í gangi sem verkefni eða þegar lokið. Í morgun tók svo hópurinn þátt í samráðsfundi sveitarfélaga svæðisins og Fagráðs ferðaþjónustunnar á Norðurandi vestra, sem haldin er tvisvar á ári. Hópurinn var ánægður með ferðina og þau ásamt fundarmönnum í morgun ítrekuðu mikilvægi þess að aðstandendur sjóðs, sem þessa, komi og kynni sér staðhætti tengdum þeim verkefnum, sem eru í meðförum sjóðsins. Nokkur umræða skapaðist í vetur um rýrar heimtur Norðurlands vestra í síðustu úthlutun og því alveg ljóst að samtal á borð við þetta kemur sér vel fyrir báðar hliðar. Sem stendur liggur frumvarp um breytingar á lögum um sjóðin fyrir Alþingi , en óhað því er stefnt að því að umsóknarferli sjóðsins verði fyrr en verið hefur síðustu á eða strax í september.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550