Enn á ný hefur Starfamessunni á Norðurlandi vestra, sem til stóð að halda þann 8. Febrúar n.k. verið slegið á frest. Ástæður frestunar þarf víst ekki að tíunda, en í ljósi fjölda og dreifingar hinna væntanlegu þátttakenda má ljóst vera að einungis stöðugt ástand í faraldrinum leyfi slíka uppákomu. Ný dagsetning er þriðjudagurinn 26. Apríl 2022 og staðsetningin, sem fyrr Bóknámshús FNV á Sauðárkróki. Það er sannarlega von okkar að þessi þriðja frestun verði sú síðasta, en öryggið mun alltaf vera í fyrirrúmi.
Starfamessa á Norðurlandi vestra er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar svæðisins og var first haldin haustið 2017. Á henni gefst nemendum þriggja efstu bekkja allra grunnskóla á svæðinu sem og nemenda í FNV kostur á að kynna sér störf með áherslu á iðn-, verk-, tækni og raungreinar.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550