Byggðastofnun leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á byggðamálum. Um er að ræða krefjandi og spennandi starf fyrir einstakling sem hefur áhuga á víðtæku samstarfi m.a. við landshlutasamtök sveitarfélaga, atvinnulífi, menningu og byggðamálum.
Byggðastofnun hefur það að markmiði að hafa innan sinna raða öflugan og jákvæðan hóp starfsmanna. Við bjóðum fjölskylduvænt starfsumhverfi og tækifæri til að þróast og þroskast í starfi líkt og niðurstöður úr árlegri starfsmannakönnun Stofnun ársins bera með sér.
Umsókn skal skilað í Umsóknargátt sem finna má á heimasíðu Byggðastofnunar, www.byggdastofnun.is sem og nánari upplýsingar um stofnunina.
Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá með upplýsingum um umsagnaraðila ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Starfshlutfall er 100% og staðsetning starfsins er í nýju húsnæði Byggðastofnunar á Sauðárkróki.
Launakjör samkvæmt gildandi kjarasamningi.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 9.12.2024
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Elín Þórðardóttir forstöðumaður þróunarsviðs, sigridur@byggdastofnun.is
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550