Starf rannsóknarmanns á Hvammstanga - Hafrannsóknarstofnun

Hafrannsóknastofnun auglýsir eftir rannsóknamanni til starfa í sýna- og gagnavinnslu við selarannsóknir á starfsstöð stofnunarinnar á Hvammstanga. Starfið felst í fjölbreyttri vinnu við öflun og úrvinnslu gagna í landi og mögulega í rannsóknaleiðöngrum á sjó. Ætlunin er að ráða í starfið frá og með 1. mars 2025.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í gagna og sýnatökum með ströndum landsins. 

  • Úrvinnsla sýna og talningargagna 

  • Innsláttur gagna í gagnagrunn 

  • Almenn verkefni tengd sela- og sjávarspendýrarannsóknum.  

  • Tilfallandi verkefni innan starfssviðs Hafrannsóknastofnunar, og möguleikar á þátttöku í rannsóknarleiðöngrum á sjó. 

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Skilyrði er að umsækjandi hafi MSc gráðu, eða sambærilega menntun, í líffræði eða skyldum greinum.  

  • Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt og þarf að vera í líkamlegu ástandi fyrir feltvinnu.  

  • Dugnaður, frumkvæði sem og lipurð í samskiptum og samstarfi eru nauðsynlegir eiginleikar.  

  • Íslenskukunnátta er kostur.  

  • Krafa er gerð um að umsækjandi sé með bílpróf.  

  • Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 

Umsókn skal fylgja: 

  • Ítarleg náms- og ferilskrá 

  • Afrit af prófskírteinum 

  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið. 

  • Tilnefna skal tvo meðmælendur.  

Umsóknarfrestur fyrir starfið er til og með 20. febrúar 2025. 

Nánari upplýsingar um starfið.