Við embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra er laus til umsóknar tímabundin staða varðstjóra með starfsstöð á Blönduósi. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðuna frá og með 1. september nk.
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra er ríkisstofnun sem heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Stofnunin er eitt níu lögregluumdæma landsins sem ákveðin eru í lögreglulögum nr. 90/1996 og reglugerð um umdæmi lögreglustjóra nr. 1150/2014. Hjá embættinu starfa rúmlega 20 starfsmenn, flestir lögreglumenn. Hjá embættinu er lögð áhersla á opin og jákvæð samskipti, gagnsæi, frumkvæði, vönduð vinnubrögð, framúrskarandi þjónustu, vilja til samvinnu og samstarfs og starfsþróun. Þá er unnið að stefnumótun til fimm ára fyrir embættið með áherslu á setningu gilda og markmiða í starfsemi þess. Gert er ráð fyrir að áætlun þess efnis liggi fyrir á hausti komanda.
Í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra eru fimm sveitarfélög. Aðalstöð lögreglustjóra er á Sauðárkróki. Einnig eru lögreglustöðvar á Blönduósi og Hvammstanga. Hjá embættinu eru þrjú meginsvið, þ.e. löggæslusvið, rannsóknarsvið og ákærusvið. Umrætt starf er á löggæslusviði.
Samkvæmt 10. gr. reglugerðar um starfsstig innan lögreglunnar nr. 1051/2006 er verksvið og ábyrgð varðstjóra m.a. eftirfarandi:
Um verkefni og ábyrgð sem starfsstiginu fylgir fer einnig samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996, öðrum ákvæðum reglugerðar um starfsstig innan lögreglunnar nr. 1051/2006 og nánari fyrirmælum lögreglustjóra.
Auk þeirra atriða sem tilgreind eru að framan er gert ráð fyrir að viðkomandi starfsmaður sinni m.a. afbrotavörnum og forvörnum með skipulögðum hætti.
Leitað er eftir einstaklingi með eftirfarandi menntun, reynslu og hæfni
Menntun
Reynsla
Persónulegir eiginleikar/hæfni
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband lögreglumanna hafa gert.
Um vaktavinnu er að ræða sem bakvaktaskylda fylgir. Umræddar starfsmaður mun stýra og hafa umsjón með einni af fjórum vöktum embættisins sem sinna almennri löggæslu innan umdæmisins. Næsti yfirmaður er yfirlögregluþjónn.
Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.
Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá, afrit af prófskírteinum og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist til að sinna starfinu í samræmi við þær hæfniskröfur sem fram koma í auglýsingu.
Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 má engan skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að hann varð fullra 18 ára eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 16.08.2022
Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn - pb01@logreglan.is - 444-0700
Birgir Jónasson, lögreglustjóri - bj01@logreglan.is - 444-0700
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550