Um miðjan september fór fram verkefnafundur í SUB-Norðurslóðaverkefninu, sem SSNV er aðili að og er tileinkað hjólaferðamennsku á norðlægum slóðum. Davíð Jóhannsson sótti fundinn, sem var haldinn í Jämtland-Hærjedalen héraðinu í norðurhluta Svíþjóðar, en jafnframt voru skoðaðir staðir þar sem mikil uppbygging hefur farið fram á þeim vettvangi. Óhætt er að segja að aðaláhersla þar sé á fjallahjólamennsku, þar sem rafmagnsfjallahjól hafa verið að stökkbreyta senunni og fjölda þeirra sem sækja slík svæði heim.
Mikið af þessari uppbyggingu hefur farið fram á svæðum þar sem stunduð eru skíði á veturna og hluti aðstöðu samnýttur á heils árs grundvelli. Á fundum með heimamönnum var t.d. greint frá áhugaverðum samstarfs módelum við landeigendur, sem leggja til hluta af sínum svæðum fyrir hjólabrautir og njóta tekna af. Jämtland-Hærjedalen er eitt af þeim svæðum þar sem á næstunni verður boðið upp á kynnisferðir fyrir aðila sem eru í eða vilja útvíkka starfsemi sína í þá átt en frekari. Upplýsingar um það koma fljótlega.
Hér getið þið lesið nánar um Norðurslóðaverkefnið SUB
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550