Í vikunni skrifaði SSNV undir samstarfssamning við Nýsköpunarvikuna.
Nýsköpunarvikan verður haldin þann 26. maí til 2. júní næstkomandi. Markmið hátíðarinnar er þríþætt, að vekja athygli á nýsköpun sem á sér stað innan fyrirtækja hér á landi, koma á samtali milli frumkvöðla, sprota og almennings og að endingu að skapa vettvang fyrir erlenda aðila til að kynnast íslenskum sprotum og koma á tengslum.
Með þátttöku SSNV er ætlunin að vekja athygli á nýsköpun sem á sér stað í landshlutanum, meðal annars innan stofnana, fyrirtækja og sprotafyrirtækja. Ætlunin er einnig að kynna þann stuðning sem er í boði fyrir frumkvöðla á Norðurlandi vestra.
Viðburðir á vegum SSNV verða kynntir í næstu tilkynningu hátíðarinnar um miðjan apríl.
Nánari upplýsingar um Nýsköpunarvikuna má síðan finna með því að smella hér.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550