SSNV og sveitarfélögin á Norðurlandi vestra funduðu með ríkisstjórn Íslands í gær

Mynd: Sigurður Ingi fyrir SSNV
Mynd: Sigurður Ingi fyrir SSNV

Ríkisstjórn Íslands fundaði með SSNV ásamt sveitarfélögunum á Norðurlandi vestra í gær. Rætt var um stöðu og þróun samfélagsins.Samgöngumál, fjárfestingartækifæri á svæðinu og opinber störf á landsbyggðinni voru á brennidepli, en ríkisstjórnin hefur samþykkt að forgangsraða fjármunum til þess að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni sem og efla vinnustaðaklasa. Sömuleiðis voru orkumál og orkuöryggi til umræðu en unnið er að undirbúningi nokkur fjölda virkjunarkosta. 

 

„Norðvesturland er lifandi svæði í mikilli sókn. Sameiningar sveitarfélaga hafa gengið vel og við viljum halda áfram að vinna með þeim í að sækja fram. Mikil tækifæri felast í bættum raforkuflutningi og aukinni ferðaþjónustu á svæðinu, svo fátt eitt sé nefnt.“ segir Bjarni Benediktsson á vefsíðu Stjórnarráðsins. 

 

Einar Eðvald Einarsson formaður SSNV segir í samtali við Feyki: „Ég er sannfærður um að þau fara héðan fróðari um okkar stöðu og okkar sjónarmið en þau voru áður”.

 

Seinni partinn fór síðan fram sumarfundur ríkisstjórnarinnar í Gránu þar sem efnahagsmálin voru megin umræðuefnið. Hægt er að lesa nánar um það hér.

 

SSNV þakkar ríkisstjórninni og fulltrúum sveitarfélaganna á svæðinu kærlega fyrir góðan fund og samveru í gær.