SSNV kemur að námskeiðum í samvinnu við stéttarfélögin á Norðurlandi vestra

Mynd eftir Igor Miske af Unsplash
Mynd eftir Igor Miske af Unsplash

Farskólinn í samstarfi við SSNV og Stéttarfélögin; Ölduna, Verslunarmannafélag Skagafjarðar, Sameyki, Samstöðu og Kjöl býður íbúum Norðurlands vestra á fimm gerðir fjarnámskeiða sem öll verða haldin fyrir páska. Námskeiðin eru sniðin að aðstæðum sem við öll búum við á þessum fordæmalausu tímum og geta vonandi nýst íbúum svæðisins. Þessi námskeið eru öllum opin og gjaldfrjáls fyrir alla íbúa svæðisins. Það er von okkar allra sem að þessu stöndum að þetta nýtist og þið hafið gagn og gaman af.

 

Skráning fer fram hjá Farskólanum. Einungis eru 15 pláss á hverju námskeiði en ef aðsókn fer umfram það verður námskeiðum bætt við. Ef vel gengur og þátttaka er góð er stefnt að því að bjóða upp á fleiri námskeið af öðrum toga eftir páska.

Námskeiðin sem í boði verða eru eftirfarandi:

 

Á eigin skinni – Sölvi Tryggvason, http://farskolinn.is/namskeid/ns/faersla/thetta-er-nytt-namskeid/

Að standa af sér storminn – Helga Hrönn Óladóttir frá Streituskólanum, http://farskolinn.is/namskeid/ns/faersla/ad-standa-af-ser-storminn/

Forræktun mat- og kryddjurta – Auður Ottesen, http://farskolinn.is/namskeid/ns/faersla/forraektun-mat-og-kryddjurta-vefnamskeid/

Hugrekki í lífi og starfi – Þorgrímur Þráinsson, http://farskolinn.is/namskeid/ns/faersla/hugrekki-i-lifi-og-starfi-vefnamskeid/

Líkamsbeiting þegar unnið er heima – Þórhallur Guðmundsson sjúkraþjálfari, http://farskolinn.is/namskeid/ns/faersla/likamsbeiting-thegar-unnid-er-heima-vefnamskeid/