SSNV hlýtur styrk til að vinna fýsileikakönnun á almenningssamgöngum á Norðurlandi vestra

SSNV hefur hlotið styrk frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til að vinna fýsileikakönnun á almenningssamgöngum innan svæðis á Norðurlandi vestra. Gert er ráð fyrir að skoðuð verði þörf á almenningssamgöngum innan og á milli vinnusóknarsvæða Í landshlutanum. Styrkurinn er að upphæð 2.9 milljónir króna og verður verkefnið unnið í samvinnu við Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri. Áætlað er að niðurstaða liggi fyrir í lok fyrsta ársfjórðungs 2021.

 

Styrkir til verkefna á sviði almenningssamgangna hafa vísan í lið A-10 á byggðaáætlun.

 

Alls var nú úthlutað 32,5 milljónum króna til verkefna tengdum almenningssamgöngum um land allt en sótt var um styrki að upphæð 124.568.859 fyrir árin 2020-2021.