Á síðustu vikum voru nokkur frumkvöðlafyrirtæki á Norðurlandi vestra heimsótt og starfsemi þeirra kynnt í þáttaröð á Feykir TV. Fyrirtækin sem um ræðir eru: Ísgel á Blönduósi, Iceprotein, Gandur og Skrautmen í Skagafirði, Leikjamiðstöð tölvuleikjahönnuða á Kollafossi í Miðfirði og Fender floating chair á Hvammstanga.
Þrátt fyrir fjölbreytileika þessara frumkvöðlaverkefna og ólíkan bakgrunn þeirra er einnig ýmislegt, sem þau eiga sameiginlegt. Staðföst trú á verkefnið og aðgangur að öflugu stoðkerfi skipta hér miklu máli, m.a. hafa öll þessi verkefni fengið styrk frá SSNV.
SSNV óskar frumkvöðlunum góðs gengis í sínum krefjandi verkefnum.
Þættina sex og lokaþáttin má sjá hér
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550