Við leitum að metnaðarfullum háskólanemendum í nýsköpunarverkefni á sviði hringrásarhagkerfisins í sumar. Verkefnin eru á vegum SSNV og unnin í samstarfi við Gagnaver Etix á Blönduósi. Um er að ræða 2 verkefni.
Verkefni 1: Verkefnið felst í að skilgreina lykileiginleika glatvarmans sem myndast í gagnaveri Etix á Blönduósi með það að markmiði að nýta glatvarmann í staðbundna matvælaframleiðslu.
Menntunar- og hæfniskröfur: Góð samskiptahæfni, sjálfstæð vinnubrögð, þekking á sviði varmafræði, reynsla af gagnaöflun og greiningu gagna, áhugi á hringrásarhagkerfinu.
Verkefni 2: Verkefnið felst í að greina matvælaþörf á Norðurlandi vestra með það að markmiði að nýta glatvarma til matvælaframleiðslu til að draga úr neyslubundnu kolefnisspori svæðisins.
Menntunar- og hæfniskröfur: Góð samskiptahæfni, sjálfstæð vinnubrögð, reynsla af gagnaöflun og greiningu gagna, áhugi á hringrásarhagkerfinu.
Gert er ráð fyrir því að nemendurnir dvelji a.m.k. hluta af ráðningartímans á Blönduósi.
Umsóknarfrestur er til og með 10. júní. Umsóknum sem innihalda kynningarbréf og ferilskrá skal skilað á ssnv@ssnv.is
Nánari upplýsingar veitir Magnús Jónsson, verkefnisstjóri fjárfestinga, magnus@ssnv.is
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550