Frá því á síðasta ári hefur SSNV tekið þáttí Norðurslóðaverkefninu GLOW 2.0 , þar sem unnið er með nýtingu myrkurgæða í ferðaþjónustu .
Okkur þótti því tilhlýðilegt að grípa tækifærið í aðdraganda "LightUp 2024" , viðburðar, sem NES listamiðstöð á Skagaströnd stendur fyrir með listafólki sínu og gægjast aðeins inn í myrkrið. Til þess að ljós og stjörnur megi njóta sín þarf jú myrkur. En myrkur er ekki sama og myrkur. Og fyrir því eru ástæður, bæði náttúrulegar og manngerðar.
Þessu ætlum við að velta fyrir okkur á fimmtudagskvöldinu 25. janúar klukkan 18 í Bjarmanesi á Skagaströnd. Og það ætlar hann Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari aka Stjörnu Sævar að gera með okkur og segja frá ýmsu áhugaverðu þessu tengt.
Kynningin er hluti af GLOW 2.0. – Norðurslóða verkefni, sem SSNV vinnur að um þessar mundir.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550