Í byrjun vikunnar var haldin vinnustofa um kynningar og markaðsmál safna, setra og sýninga í efri sal Ömmukaffis á Blönduósi. Guðrún Helga Stefánsdóttir kynningar- og markaðsstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur stýrði vinnustofunni og hafði aðalframsögu. Að auki greindi Björn H. Reynisson frá Markaðsstofu Norðurlands frá þeim möguleikum í samvinnu safna og setra, sem markaðsstofan telur að geti verið fýsilegir. Því miður var nokkuð um forföll í röðum safnafólks í dag, en á fundinum kom fram eindreginn áhugi á að þétta raðirnar og auka samskipti þeirra, sem eru í forsvari fyrir söfn og setur svæðisins.
Í augnablikinu eru vel á annan tug safna og setra á Norðurlandi vestra hluti af ferðaþjónustunni á svæðinu.
Vinnustofanvar hluti af Áhersluverkefni sóknaráætlunar 2018-2019 og á að stuðla að styrkingu gæða og þjónustuinnviða í ferðaþjónustu.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550