Smávirkjanir á Norðurlandi vestra - Lyftistöng fyrir bændur og atvinnulífið?

Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hefur látið vinna frumúttekt á mögulegum smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra. Úttektin nær til yfir 80 staða í landshlutanum. Verkefnið var áhersluverkefni Sóknaráætlunar landshluta árið 2017 og verður fram haldið á árunum 2018 og 2019.

Kynning á verkefninu verður í fundarsal Verkalýðsfélagsins Samstöðu, Þverbraut 1 á Blönduósi, fimmtudaginn 30. ágúst, kl. 14:00-16:00.

 

Dagskrá:

1. Kynning á skýrslu um frumúttekt á smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra – Bjarki Þórarinsson, Mannviti.

2. Smávirkjanaverkefni Orkustofnunar – Erla Björk Þorgeirsdóttir, Orkustofnun.

3. Reynslusaga – Vignir Sveinsson, Höfnum.

4. Hleðsla í hlaði – Tjörvi Bjarnason, Bændasamtökum Íslands.

5. Styrkir til rannsókna á mögulegum smávirkjunum – Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV.

6. Fyrirspurnir og umræður.

 

Fundinum verður streymt á facebook síðu SSNV https://www.facebook.com/ssnordurlandvestra/ 

 

Allir hjartanlega velkomnir.

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra