SKÚNASKRALL hlýtur styrki frá Barnamenningarsjóði og Samfélagssjóði Landsvirkjunar

SKÚNASKRALL, barnamenningarhátíð Norðurlands vestra, var meðal þeirra umsækjenda sem hlutu styrk frá Barnamenningarsjóði við hátíðlega athöfn í Hörpunni í dag. Hlutverk sjóðsins er að styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífinu.

 

Hátíðin hefur einnig hlotið styrk úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar en stefna þess sjóðs er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.

 

Barnamenningarhátíðin SKÚNASKRALL verður svo haldin dagana 14.-24. október 2021 víðsvegar á Norðurlandi vestra með fjölbreyttri dagskrá menningar- og listviðburða fyrir börn á öllum aldri. Nafn hátíðarinnar, SKÚNASKRALL, er skírskotun í íbúa svæðisins (SK = Skagafjörður og ÚNA = Húnavatnssýslur) og þá hugmynd að skralla eitthvað skemmtilegt saman. Meginreglan er að þátttakendur geti notið allra viðburða sér að kostnaðarlausu.