Skráning í stafrænt Ullarþon framúr björtustu vonum. Enn er hægt að skrá sig.

Ullarþon er nýsköpunarkeppni haldin á netinu til að ýta undir nýsköpun og vöruþróun, auka verðmæti ullarinnar og þá sérstaklega verðminnstu ullarflokkanna. Ull er ekki bara band! Eiginleikar ullarinnar eru margþættir.  

Við getum skapað meiri verðmæti úr  ullinni!

 

Keppt verður í eftirfarandi flokkum;

1. Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull,

2. Blöndun annarra hráefna við ull,

3. Ný afurð

4. Stafrænar lausnir og rekjanleiki. 

 

Hvetjum alla áhugasama til að taka þátt! Skráning hófst 1. mars. Hægt er að taka þátt hvort heldur sem einstaklingur eða í teymi.  

 

Lokaskil á hugmyndum er þann 29. mars, í formi mynbands.

Úrslit verða kynnt á Hönnunarmars 2021. Heildarverðmæti vinninga eru um 1.600.000 kr. 

 

Nú er tækifæri til að láta ljós sitt skína og taka þátt í að koma með nýjar nýskapandi lausnir sem hægt verður að nýta sem best og þar með skapa verðmæti úr ullinni!

 

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebookar síðu “Ullarþon” eða á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar; www.textilmidstod.is

 

Einnig er hægt að hafa samband við:

johanna@textilmidstod.is

hulda@nmi.is