Sjónvarpsþáttur um Norðanátt

Á dögunum var frumsýndur sjónvarpsþáttur um Norðanátt á sjónvarpsstöðinni N4. Í þættinum var farið yfir hugmyndafræði nýsköpunarhringrásarinnar og þau verkefni sem þátt tóku í síðustu hringrás kynnt. Þátturinn er aðgengilegur hér.

 

Samstarfsverkefnið Norðanátt er hreyfiafl sem miðar að því að skapa kraftmikið umhverfi á Norðurlandi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki sem vinna að nýsköpun með áherslu á loftslagsmál og hringrásarhagkerfið.

Að verkefninu Norðanátt koma Eimur, SSNV, SSNE, Nýsköpun í norðri og RATA. Hópurinn vinnur í anda nýrrar klasastefnu, þvert á stofnanir samfélagsins sem hraða framþróun og nýsköpun.

Næsta hringrás Norðanáttar er hafin og er tekið við umsóknum í Vaxtarrými til 19. september. Vaxtarrými er átta vikna viðskiptahraðall beint að sjálfbærni, með áherslu á mat, vatn og orku þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakinu. Vaxtarrými hefst 3. október og lýkur 24. nóvember.

Skráning í vaxtarrými fer fram hér.