Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsti í október eftir umsóknum á sviði menningar og atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir árið 2021, með umsóknarfresti til 16. nóvember. Alls bárust 123 umsóknir þar sem óskað var eftir 228 milljónum króna.
Við tók yfirferð úthlutunarnefndar og fagráða sjóðsins og lauk því 22. desember sl. er niðurstöður voru sendar til umsækjenda.
Alls fengu 69 umsóknir brautargengi samtals að upphæð rúmar 75 milljónir. Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar fengu 28 umsóknir styrk samtals að upphæð rúmar 37 millj. kr. og á sviði menningar var samþykkt að styrkja 41 umsókn með rúmum 38 millj. kr.
Vegna covid-19 verðu ekki haldin úthlutunarhátíð að þessu sinni.
Fjármagn Uppbyggingarsjóðsins er hluti af samningi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2020-2024.
Hérna má finna ítarlegri upplýsingar um verkefnin.
Styrkhafar eru (í stafrófsröð):
Aðalheiður S. Böðvarsdóttir - Fjarvinnusetur að Reykjaskóla í Hrútaf. - 715.000 kr.
Árni Rúnar Örvarsson - Verðmætaaukning íslensks æðardúns - 1.116.000 kr.
Blönduósbær - Húnavaka Blönduósi - 400.000 kr.
Blönduóskirkja - Tónleikaröð 2021 í Blönduóskirkju - 400.000 kr.
Brjálaða gimbrin ehf - Ærkjöt betri nýting - 1.113.500 kr.
- - - Hæverski hrúturinn - 1.770.000 kr.
Búminjasafnið Lindabæ - Stofn- og rekstrarstyrkur - 600.000 kr.
Digital horse ehf - Stofn- og rekstrarstyrkur - 700.000 kr.
Embla Dóra Björnsdóttir - Fíflarót – allra meina bót - 967.500 kr.
Extis ehf - Vöruþróun – CMS hugbúnaður - 915.000 kr.
- - - Sprotafyrirtæki í markaðssókn - 860.000 kr.
Ferðamálasamtök Norðurlands vestra - Markaðssókn með söfnum, setrum o.fl. - 1.450.000 kr.
Félag eldri borgara Húnaþingi vestra - Vor- og jólatónleikar 2021 - 300.000 kr.
Félag eldri borgara Skagafirði - Sönghópur FEB í Skagafirði - 300.000 kr.
GB Trading ehf - Gestastofa sútarans-heimasíða/netverslun - 743.750 kr.
Handbendi Brúðuleikhús ehf - Stofn- og rekstrarstyrkur - 1.000.000 kr. - - - Hvst. International Puppetry Festival 2021 - 1.500.000 kr.
Hátæknisetur Íslands ses - Nýsköpunarklasi í Skagafirði - 500.000 kr.
Heimilisiðnaðarsafnið Blönduósi ses - Stofn- og rekstrarstyrkur - 1.100.000 kr.
- - - Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins - 200.000 kr.
- - - Stofutónleikar Heimilisiðnaðarsafnsins - 200.000 kr.
Helga Rós Indriðadóttir - Eyþór og Lindin - 800.000 kr.
Helgi Sæmundur Guðmundsson - Norðvestur - 1.000.000 kr.
- - - Hvað syngur - 400.000 kr.
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga - Margmiðlunarefni um sögu bæjar - 350.000 kr.
Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir - Þórdís – fyrsti Húnvetningurinn - 200.000 kr.
Ingveldur Ása Konráðsdóttir - Hólakot - 820.000 kr.
Jóhann Eymundur Rögnvaldsson - Gestastofa á Hrauni - 540.000 kr.
Kakalaskáli ehf - Stofn- og rekstrarstyrkur - 2.200.000 kr.
Karlakórinn Heimir - Tónleikahald og útgáfa 2021 - 400.000 kr.
Karlakórinn Lóuþrælar - Vor- og jólatónleikar 2021 - 400.000 kr.
Karólína Elísabetardóttir - Hvammshlíðarostur - 1.169.150 kr.
Kvennakórinn Sóldís - Konur - 400.000 kr.
Lárus Ægir Guðmundsson - Kaupmennirnir á Skagaströnd 1586-2020 - 350.000 kr.
Léttitækni ehf - Norðurplast - 1.000.000 kr.
Maður og kona ehf - Shoplifter í Hrútey (vinnuheiti) - 2.250.000 kr.
Magnús Björn Jónsson - Eins og rúllandi steinn - 350.000 kr.
María Eymundsdóttir - Ræktun á burnirót á Íslandi - 830.000 kr.
Menningarfélag Gránu - Viðburðaröð Menningarfélags Gránu - 800.000 kr.
Menningarfélagið Spákonuarfur ses - Stofn- og rekstrarstyrkur - 2.200.000 kr.
Nes listamiðstöð ehf - Stofn- og rekstrarstyrkur - 1.100.000 kr.
- - - Light Up 2022 - 1.500.000 kr.
Pure Natura ehf - Fullnýting í sauðfjárrækt - 1.400.000 kr.
Selasetur Íslands ehf - Stofn- og rekstrarstyrkur - 2.000.000 kr.
Sigrún Helga Indriðadóttir - Úr dokku í djásn – geitafiða og sauðaband - 1.850.000 kr.
Sigurjón Þórðarson - Sjálfvirk seyrumæling í rotþróm - 815.000 kr.
Barnamenningarhátíð Norðurlands vestra - Skúnaskrall 2021 - 2.300.000 kr.
Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf - Fræðslumyndbönd - úrbeining og sögun - 1.058.220 kr.
- - - Model for developing omega 3-oil prod. - 1.104.500 kr.
- - - Red algae as ingredients in solid skin care - 3.365.000 kr.
Skagfirski kammerkórinn - Bráðum kemur betri tíð - 400.000 kr.
Skotta ehf - Hágæða þáttaröð fyrir alþjóðlegt sjónvarp - 2.793.750 kr.
Stefanía Hjördís Leifsdóttir - Geita- og sauðaostar-vöruþróun og mark. - 2.650.000 kr.
Stóragerði ehf (Samgönguminjasafn) - Stofn- og rekstrarstyrkur - 2.200.000 kr.
Sveitarfélagið Skagafjörður - Matarkistan Skagafj. - stefnumótun og fl. - 2.442.200 kr.
Sýndarveruleiki ehf - Stofn- og rekstrarstyrkur - 2.200.000 kr.
- - - Stafræn Sturlungaslóð í Skagafirði - 3.000.000 kr.
Sögufélag Skagfirðinga - Byggðasaga Skagafjarðar - 2.100.000 kr.
Sögusetur íslenska hestsins ses - Stofn- og rekstrarstyrkur - 1.500.000 kr.
- - - Íslenski hesturinn – þjóðarhesturinn - 500.000 kr.
Unglist í Húnaþingi - Eldur í Húnaþingi 2021 - 750.000 kr.
Ungmennafélagið Grettir - Popp- og rokkkór Húnaþings vestra - 450.000 kr.
Ungmennasamband Austur-Húnvetninga - Húnavökurit 2021 - 450.000 kr.
Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga - Húni 42. árgangur - 400.000 kr.
Vatnsnes mengi og stök ehf - Skrúðvangur og týnda eldhúsið - 619.003 kr.
Vatnsnes Yarn ehf - Gerð kennsluefnis og útfl. nýrrar vöru - 879.000 kr.
Verslunarminjasafn á Hvammstanga ses - Stofn- og rekstrarstyrkur - 500.000 kr.
Viðburðaríkt ehf - Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival - 1.000.000 kr.
Vilko ehf - Markaðssókn - 680.000 kr.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550