Það er eins gott að þeim tæplega 88 milljörðum sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið ber ábyrgð á sé vel varið. Þess vegna leitum við að manneskju sem elskar að liggja yfir tölum, grúska í stórum sem smáum upphæðum og á sér þann draum heitastan að vera númer.
Viðkomandi þarf að hafa eiginleika til að bregða sér í ýmis gervi en stærsta hlutverkið ár hvert er uppsetningin á fjárlögunum og greining á afkomu þeirra ríkisaðila sem undir ráðuneytið heyra.
Ef þú hefur áhuga á að sérhæfa þig í gangverki opinberra fjármála þá hvetjum við þig til að senda inn umsókn.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.
Hlutverk háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins er að leiða saman það afl sem býr í háskólastarfi, vísindum, nýsköpun, iðnaði, fjarskiptum og upplýsingatækni og stuðla þannig að því að hugvitið verði stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar.
Um er að ræða fullt starf sérfræðings í fjármálum á skrifstofu framkvæmdar og eftirfylgni. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar á lausum störfum.
Nánari upplýsingar veitir Ari Sigurðsson, skrifstofustjóri skrifstofu framkvæmdar og eftirfylgni, ari.sigurdsson@hvin.is.
Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
Athygli er vakin á því að samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er ráðuneytinu skylt að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf þegar umsóknarfrestur er liðinn verði eftir því leitað.
Ráðuneytið leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið.
Ráðuneytið er jákvætt fyrir störfum óháð staðsetningu.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.09.2022
Ari Sigurðsson - ari.sigurdsson@hvin.is
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550