Sameining Húnabyggðar og Skagabyggðar formlega staðfest

Innviðaráðuneytið hefur formlega staðfest sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar og tók sameiningin gildi 1. ágúst 2024. Tekur sveitarstjórn Húnabyggðar við stjórn hins sameinaða sveitarfélags samdægur og fer með stjórn þess til loka yfirstandandi kjörtímabils. Heiti hins sameinaða sveitarfélags skal vera Húnabyggð og mun samþykkt um stjórn og fundarsköp Húnabyggðar nr. 1181/2022, gilda fyrir hið sameinaða sveitarfélag. 

Hér má lesa tilkynningu Innviðaráðuneytis í Stjórnartíðindum.

 

Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra eru nú formelga orðin fjögur og óskum við íbúum aftur til hamingju með sameininguna.

Íbúakosning fór fram 21. júní sl. og var tilllagan samþykkt með góðum meirihluta atkvæða.