Byggðastofnun hefur nú, líkt og undanfarin ár, fengið Þjóðskrá Íslands til að reikna út fasteignamat á sömu viðmiðunarfasteigninni um land allt. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m² að grunnfleti og 476 m³ á 808 m² lóð. Fasteignagjöld eru reiknuð út af Byggðastofnun samkvæmt álagningarreglum ársins 2021 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi, út frá fasteignamatinu sem Þjóðskrá reiknar og gildir frá 31. desember 2020.
Komin er út skýrsla um fasteignagjöld viðmiðunareignar árið 2021. Samhliða skýrslunni kemur jafnframt út mælaborð þar sem hægt er að skoða fasteignagjöld á korti, punktariti og súluritum.
Til fasteignagjalda teljast fasteignaskattur, lóðarleiga, fráveitugjald, vatnsgjald og sorpgjald. Vegna mismunandi álagningarreglna sveitarfélaga eru ekki bein tengsl á milli heildarfasteignamats og heildargjalda. Þróun fasteignagjalda frá árinu 2014 hefur verið sú að þau hafa víðast hvar hækkað nokkuð en fasteignamat hefur að sama skapi hækkað mikið.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Byggðastofnunar.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550