Ratsjáin er 16 vikna nýsköpunarhraðall sem er hugsaður til að efla stjórnendur í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Leitað er eftir metnaðarfullum stjórnendum sem eru m.a tilbúnir að fá innblástur að nýjum aðferðum við að leysa gömul vandamál. Fá þjálfun við að nýta verkfæri til stjórnunar, þróunar og uppbyggingar ásamt því að læra hver af öðru og miðla sinni dýrmætu reynslu, finna stuðning frá jafningjum og sameiginlega stíga inn í nýja tíma með öll þau vopn á hendi sem þarf til að skara framúr.
Ratsjáin mun hefjast með formlegum hætti í janúar 2021 og stendur til 16.apríl. Frekari upplýsingar um Ratsjánna og umóknarferlið er að finna á vef Íslenska ferðaklasans (www.icelandtourism.is).
Ratsjáin er samstarfsverkefni Íslenska ferðaklasans, RATA , sem sérhæfir sig í að efla einstaklinga við að hámarka árangur sinn,og tengiliði frá sjö landshlutasamtökum, Austurlandi, Norðurlandi Eystra, Norðurlandi Vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, Suðurlandi og Reykjanesi,
Kynningafundur var haldin þann 26.nóvember og er hægt að nálgast upptöku af honum hér: https://fb.watch/24Loe4y77w/
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550