Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka hæfni sína og getu í rekstri. Að þessu sinni er fókus á fræðslu og verkefni tengt sjálfbærni og nærandi ferðaþjónustu.
Á kynningarfundinum förum við yfir helstu atriði sem skal hafa í huga við þátttöku í Ratsjánni og fáum auk þess innblástur og hvatningu frá reynslumiklum sjálfbærni snillingi.
Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir starfar hjá Midgard Adventure og er meðal annars sjálfbærni sérfræðingur fyrirtækisins. Hún brennur fyrir umhverfinu og samfélaginu sem hún býr í og nýtur þess að sýna ferðamönnum okkar stórbrotnu náttúru. Hildur er með BA í stjórnmálafræði, meistaragráðu í umhverfis- og auðlindafræði ásamt prófi í gönguleiðsögn frá MK og ýmis námskeið sem fylgja leiðsögumanna starfinu. Frá því hún tók til starfa hjá Midgard hefur þjónustan vaxið um hrygg, allt frá því að vera ferðaskipuleggjendur upp í að reka ferðaskrifstofu, veitingastað, viðburðastað og gistiheimili. Að hafa fylgt fyrirtækinu frá upphafi hefur gefið Hildi víðtæka reynslu og þekkingu á ólíkum rekstri innan ferðaþjónustu.