Í Stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 er gert ráð fyrir styrkjum til fjarvinnslustöðva (liður B.8.). Markmið verkefnisins er að koma opinberum gögnum á rafrænt form og fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni. Í verkefnapottinum sem um ræðir eru 300 milljónir á gildistíma byggðaáætlunar. Á dögunum var auglýst eftir umsóknum og í þetta skiptið voru 30 milljónir til úthlutunar. Alls bárust 16 umsóknir. 4 verkefni hlutu styrk og var meðal annars stuðst við mat á íbúaþróun, samsetningu atvinnulífs, atvinnustigs og þróun starfsmannafjölda á viðkomandi stofnun undanfarin ár.
Eitt verkefnanna sem hlaut styrk var Gagnagrunnur sáttanefndabóka sem Rannsóknarsetur HÍ á Norðurlandi vestra, staðsett á Skagaströnd mun vinna að. Verkefnið verður styrkt um 9 milljónir á árinu 2018.
Vilhelm Vilhelmsson forstöðumaður rannsóknarsetursins segir aðspurður að gert sé ráð fyrir að ráðnir verði 1-2 starfsmenn til að sinna verkefninu með starfsstöð á Skagaströnd en að hluti verkefnisins verði unninn á Sauðárkróki.
Nánari upplýsingar er að finna á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550