Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum úr Rannsóknasjóði fyrir styrkárið 2019. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2018 kl. 16:00.
Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir og rannsóknatengt framhaldsnám á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknaverkefni einstaklinga, rannsóknahópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja.
Sjóðurinn starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3 frá 2003 með áorðnum breytingum.
Umsækjendur eru beðnir um að kynna sér vel reglur Rannsóknasjóðs fyrir styrkárið 2019 áður en hafist er handa við gerð umsóknar.
Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Umsóknir og umsóknargögn skulu vera á ensku.
Nánari upplýsingar og aðgangur að rafrænu umsóknarkerfi á vefsíðu Rannsóknasjóðs.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550