"Þátttakendur fengu 10 vikur til að vinna viðskiptaáætlun fyrir verkefnin sín en á þeim tíma fengu aðstandendur verkefnanna fræðslu og mikinn stuðning verkefnisstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar auk fleirum við gerð viðskiptaáætlunarinnar og hugsanlega við vöruþróun og frumgerðasmíði.
Tíu verkefni fengu þátttöku í keppnina og voru það fjögur verkefni sem kláruðu viðskiptaáætlanir sínar.
Fyrstu verðlaun að upphæð kr. 1.000.000 fengu þau Tómas Árdal, Selma Hjörvarsdóttir og Vildís Bjarkadóttir fyrir viðskiptahugmyndina Rjómaböð á Sauðárkróki. Önnur verðlaun að upphæð kr. 700.000 hlaut Erla Björk Helgadóttir fyrir Fjölskyldugarðinn Víðimel. Tvö verkefni fengu hvatningarverðlaun að upphæð kr. 300.000 og voru það þær Solveig Pétursdóttir og Þuríður Helga Jónasdóttir fyrir hugmyndina Verðandi, miðstöð endurnýtingar og Auður Herdís Sigurðardóttir fyrir hugmyndina Héðinsminni, þjónustumiðstöð.
Sveitarfélagið Skagafjörður þakkar þátttakendum kærlega fyrir þátttökuna" (af vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar)
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550