Ræsing Húnaþinga!

Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við sveitarfélög í Húnaþingum efna til samkeppni, Ræsingu Húnaþinga, um góðar viðskiptahugmyndir í Húnaþingum, þar sem einstaklingum, hópum og fyrirtækjum er boðið að sækja um þátttöku í verkefninu.

Þátttakendur fá 12 vikur til að vinna viðskiptaáætlun fyrir verkefnin sín en á þeim tíma fá aðstandendur verkefnanna fræðslu og  mikinn stuðning verkefnisstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar auk fleirum við gerð viðskiptaáætlunarinnar og hugsanlega við vöruþróun og frumgerðasmíði.

Boðið verður m.a. upp á námskeið við gerð viðskiptaáætlana.

 

Nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.