Ráðstefna Norrænnar nærandi ferðaþjónustu, haldin 12.-13. mars á Siglufirði og Hólum í Hjaltadal

Dagana 11.-13. mars fer fram ráðstefna á Siglufirði og Hólum í Hjaltadal, á vegum Nordic Regenerative Tourism, sem er samstarfsverkefni fimm Norðurlanda, fjármagnað af norrænu ráðherranefndinni og stýrt af Íslenska Ferðaklasanum, þar sem þátttakendur fá innsýn í forsendur nærandi ferðaþjónustu og framtíðarsýn atvinnugreinarinnar.

Allir sem áhuga hafa á sjálfbærni, ferðaþjónustu og nærandi viðskiptaháttum eru hvattir til að kynna sér metnaðarfulla dagskrá ráðstefnunnar. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Íslenska Ferðaklasans.

Á ráðstefnunni verður kafað ofan í tengingu nærandi ferðaþjónustu við aðrar atvinnugreinar, s.s. landbúnað og arkítektúr/hönnun og skoða síðan mismunandi geira ferðaþjónustunnar með sjónarglerjum nærandi ferðaþjónustu. Fyrri dagur ráðstefnunar fer fram á Siglufirði en síðari daginn verður haldið að Hólum í Hjaltadal. 

Vefsíða ráðstefnunnar veitir nánari upplýsingar: https://www.norreg.is/conference

 

Ráðstefnan um norræna nærandi ferðaþjónustu veitir þátttakendum tækifæri til að deila reynslu og þekkingu og taka þátt í fjörugum skoðanaskiptum. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að tileinka sér nærandi starfshætti í verkefnum sínum innan ferðaþjónustunnar til að sækja ráðstefnuna.

 

Skráning á ráðstefnuna hér.