Samtal um stefnur ríkisins í landshlutum

Starfsmenn og formaður SSNV sitja ráðstefnu Byggðastofnunar í Hveragerði 22. - 23. janúar. Yfirskrift ráðstefnunnar er Samtal um stefnur ríkisins í landshlutum. Til umfjöllunar eru hinar ýmsu stefnur ríkisins og hvernig þær tengjast landshlutunum og hvernig samþætta má þær starfi í landshlutum.

 

Efnisflokkar ráðstefnunnar eru:

Samþætting áætlana.

Uppbyggingarsjóður EES.

Stefnur í bígerð.

Umhverfis og skipulagsmál.

Menning.

Uppbygging mannauðs.

Atvinnuþróun og nýsköpun.

 

Um 100 þátttakendur sitja ráðstefnuna en auk landshlutasamtaka sitja hana fulltrúar ráðuneyta, fulltrúar ýmissa stoðstofnanna, fulltrúar markaðsstofa landshlutanna, fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og fleiri sem tengjast stefnum ríkis og landshluta.

 

Á seinni degi ráðstefnunnar verður vinnustofa þar sem þátttakendur svara spurningunni Hvað svo? þar sem sameiginlega verða metin næstu skref og hvernig hægt er að nýta efni ráðstefnunnar til að auka skilvirkni og samvinnu í tengslum við stefnur ríkisins.