SSNV býður upp á aðstoð eða ráðgjöf í gegnum fjarfundarforritið Zoom. Forritið er einfalt í notkun, hægt er að tengjast með myndbandi eða án og deila skjá á milli fundaraðila. Forritið er að hluta til frítt að því leyti að hægt er að vera með fjarfund í allt að 40 mín í einu fyrir þrjá aðila eða fleiri, en ótakmarkaðan tíma fyrir fjarfund með tveim þátttakendum. Einnig er hægt að vera með áskrift að forritinu sem gefur meiri möguleika. Forritið gefur aukinn möguleika á að veita aðstoð til þeirra sem eiga um lengri veg að sækja en Norðurland vestra er víðfeðmt svæði.
Farið er inn á heimasíðu Zoom til að skrá sig. Kerfið leiðir ykkur áfram í einfaldri uppsetningu. Möguleiki er á að hlaða forritinu niður á tölvuna eða taka þátt í fundum í gegnum vafra. Ef þörf er á frekari aðstoð við uppsetningu er hægt að hafa samband við Sveinbjörgu Rut Pétursdóttur, atvinnuráðgjafa SSNV, á sveinbjorg@ssnv.is eða í síma 866-5390.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550