Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra

 

Puffin and friends fengu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra 2017 og 2018. Markmið verkefnisins 2017 var að búa til vandaða sýningu um Skagafjörð sem heimili Lundans með tengingu við hlýnun jarðar. Sýningin byggir á uppstillingum, veggspjöldum, og ljósmyndum en þó fyrst og fremst 360° sýndarveruleikamyndbandi. Sýningunni er ætlað að vera aðdráttarafl fyrir nýjan markhóp ferðamanna í Skagafirði og efla þannig svæðið í heild. Markmið með verkefninu sem styrkt var 2018 var markaðssetning á sýningunni. Hér að neðan má sjá viðtal við Árna Gunnarsson.

 

Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 22. nóvember 2018.