Markmið hraðalsins er að veita tæknisprotum aðgang að þekkingu og reynslu sem gerir þeim kleift að vaxa hraðar og með minni áhættu.
Verkefnið er aðgengilegt íslenskum, norskum, finnskum og sænskum fyrirtækjum. Þau fyrirtæki sem hafa þróað tæknilausn sem hefur þegar náð árangri á norrænum markaði, hafa náð sérstaklega góðum árangri í gegn um TINC – “fyrirtæki sem hafa þegar nokkra reynslu og eru tilbúin fyrir stærri skref”.
TINC er verkefni Innovation Norway upphaflega þróað í samstarfi við norsk tæknifyrirtæki, fjárfesta og tengslanet sérfræðinga í Silicon Valley.
Heppilegur umsækjandi þarf að uppfylla ákveðin skilyrði
Umsóknir þurfa að berast fyrir 11. janúar. Umsóknarform er á ensku og ætlast er til að umsækjendur skrifi umsóknina á ensku.
Sótt er um hér: Umsókn um 4 vikna hraðalsverkefni í Silicon Valley
Tvö íslensk fyrirtæki fóru í október til Silicon Valley í gegnum TINC hraðalinn. Þeir Trausti Harðarson hjá Huxun og Davíð Örn Símonarson hjá Watchbox höfðu þetta að segja um ferðina.
Trausti Harðarson hjá Huxun: "Að taka þátt í viðskiptahraðli TINC í Silicon Valley er eins og að vera komin í viðskiptahraðal á sterum, sérfræðingar sérfræðinganna í skölun og sókn á alþjóðlegan markað, ögra þér og þinni vöru stöðugt í 30 daga, þú einfaldlega verður að hlaupa hraðar. Þetta er auðvitað einstakt tækifæri til að læra af þeim færustu. Þetta er í raun hraðkennsla í því hvernig á að sækja með hugbúnaðarlausnir á bandarískan og alþjóðlegan markað".
http://nmi.is/frettir/2016/10/islensk-fyrirtaeki-i-silicon-valley-i/
Davíð Örn Símonarson hjá frumkvöðlafyrirtækinu Watchbox: „Við bindum miklar vonir við að TINC hraðallinn auki tengslanetið okkar til muna í Silicon Valley. Þetta verður í þriðja sinn sem við förum þangað út í tvo eða fleiri mánuði og vitum við því hvað tengslanetið þar skiptir rosalega miklu máli. Á sama tíma mun hraðallinn auðvelda okkar leið að nýjum kúnnum sem og að koma á fundum með bandarískum fjárfestingarsjóðum".
http://nmi.is/frettir/2016/10/islensk-fyrirtaeki-i-silicon-valley-ii/
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550